Starfið
Umsögn við lög um greiðsluþjónustu.
Samtök fjártæknifyrirtækja hafa skilað umsögn til Efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis við lög um greiðsluþjónustu (PSD2). Umsögn samtakanna má lesa hér en þar er áhersla lögð á að innleiðingu laganna verði flýtt eins og kostur er. Þá benda samtökin á brotalöm við þýðingu á Sannvottunarhluta laganna. Það er sérstaklega mikilvægt að mati Samtaka fjártæknifyrirtækja að tæknistöðlum fyrir sterka sannvottun og örugga sameiginlega opna samskiptastaðla verði fylgt vel eftir, svo fjártæknifyrirtæki geti sem fyrst nýtt þá valkosti sem setning laganna býður upp á.
Lög um greiðlsuþjónustu. Innleiðing á PSD2.
Samtök fjártæknifyrirtækja blésu til fundar á meðal aðildarfélaga og annara hagsmunaðila í fjártækni þegar frumvarp stjórnvalda um greiðsluþjónustu - öðru nafni PSD2 frumvarpið - var sett inn í samráðsgáttina. Eftir fundinn tók Ásgeir Helgi Jóhannsson, hdl. saman athugasemdir fyrir hönd samtakanna.
Breyting á lögum 33/2013 um neytendalán.
Við endurskoðun laga nr. 33/2013 um neytendalán í desember 2019 sáu aðilar á fjármálamarkaði sem og fyrirtæki innan vébanda Samtaka fjártæknifyrirtækja ástæðu til að gera athugasemdir. Þær snéru aðallega að íþyngjandi aðgerðum um rafrænar undirskriftir í stað sannvottana og viðmiðunarmörkum ÁHK (árlegrar hlutfallstölu kostnaðar). Lagabreytingunni var ætlað að koma böndum á smálánastarfsemi en kom illa við hefðbundin neytendalán á borð við raðgreiðslur.
Endurskoðun á starfsumhverfi smálánafyrirtækja
Ásgeir Helgi Jóhannsson var fulltrúi Samtaka fjártæknifyrirtækja í starfshópi Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um endurskoðun á starfsumhverfi smálánafyrirtækja. Starfshópurinn skilaði skýrslu og tillögum að aðgerðum til ráðherra í febrúar 2019, en honum var falið að kortleggja starfsumhverfi smálánafyrirtækja og leggja fram tillögur til úrbóta.
Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið
Samtök fjártæknifyrirtækja voru beðin um álit, áherslur og sjónarmið er snéru að tækniframförum og breytingum á regluverki sem eiga að stuðla að opnari fjármálamörkuðum, aukinni nýsköpun og eru líklegar til að ýta enn frekar undir breytta neytendahegðun.
Um samtökin
Stjórn Samtaka fjártæknifyrirtækja
Eva Björk Guðmundsdóttir (Meniga) - formaður stjórnar
Ellert Arnarson (Framtíðin)
Sverrir Hreiðarsson (Aur)
Talsmaður - Georg Lúðvíksson (Meniga)
Verkefnastjóri - Ragnar Steinn Sveinsson